Það er alltaf eitthvað við Feneyjar sem er svo óraunverulegt; eins og þær séu íburðarmikil leikmynd fljótandi á vatni.
Leggðu upp í ferð
Velkomin(n) til Feneyja á Ítalíu, borgarinnar sem reist er á vatni. Ferðastu um síkin, gakktu um göturnar og yfir brýrnar, farðu í bátsferð og leggðu drög að eigin ævintýri í borg sem er einstök á heimsvísu.
Farðu á vit liðinna tíma
Heimsæktu staðina þar sem spor hafa verið mörkuð í sögu Feneyja og sjáðu hvernig borgin hefur breyst í gegnum aldirnar
Sjáðu hvernig það lítur út núna áGoogle kort
Hertogahöllin, 1340
Hafist var handa við að reisa fornfrægt aðsetur hertogans af Feneyjum árið 1340 og það var stækkað árið 1424 til að fá útsýni út á Markúsartorg. Í höllinni er meðal annars að finna vistarverur, sali til að sinna viðskiptum og gamalt fangelsi. Að lokum var fangelsið flutt úr höllinni en hélt tengingu við hana í gegnum Brú andvarpanna.
Teatro La Fenice, 1792
Þótt þetta leikhús hafi verið byggt árið 1792 hefur það brunnið og verið endurreist svo oft að það er oft kallað Fönixleikhúsið, vegna þess að það rís sífellt úr öskunni á ný. Sumar frægustu óperur heims voru frumsýndar þar, svo sem La traviata og La bohème.
Rialto-brúin, 1591
Rialto-brúin er elsta brú Feneyja og var fyrsta mannvirkið til að brúa Canal Grande. Þó að steinbrúin sem nú stendur sé frá árinu 1591 var fyrsta brúin lögð árið 1181.
Frari-kirkjan, 1396
Múrsteinskirkjan Basilica di Santa Maria Gloriosa dei Frari tekur á móti vegfarendum með glæsilegri framhlið og klukkuturni sem gnæfir yfir. Hún er einnig hvílustaður Titians, hins þekkta 16. aldar málara.
Vopnabúr Feneyja, 1104
Þessi samstæða skipasmíðastöðva og vopnabúra var þrekvirki frá tímum Feneyjalýðveldisins. Herskipin og verslunarskipin sem hér voru smíðuð eru meginástæðan fyrir völdum og auði Feneyja í aldaraðir.
Markúsartorg, 9. öld
Piazza San Marco er án efa þekktasti staður Feneyja og hefur lengi verið miðstöð mannlífs í borginni. Allt frá níundu öld, þegar fyrsta kirkjan var reist á þessum stað, hefur fólk safnast saman þar og heimamenn jafnt sem ferðafólk sækja staðinn heim til að fá sér kaffibolla og dást að útsýninu yfir Markúsarkirkjuna, klukkuturninn og hertogahöllina.
Brú andvarpanna, 1602
Þessi hvíta kalksteinsbrú var byggð árið 1602 og var notuð til að flytja fanga úr yfirheyrslusölum hertogahallarinnar í klefa sína. Oft andvörpuðu fangarnir þegar þeir litu yfir Feneyjar í hinsta sinn í gegnum glugga brúarinnar, og þannig hlaut hún þetta dapurlega nafn.
Kirkja San Giorgio Maggiore
Þessi fræga kirkja stendur andspænis Markúsartorgi, á San Giorgio Maggiore-eyju. Hún var hertekin af Rómverjum og hýsti síðar 10. aldar klaustur Benediktsreglunnar, áður en barokkkirkjan sem stendur nú var reist.
Skoðaðu þig um í borginni
Hvernig ferðast maður um bíllausa borg? Skoðaðu þá mismunandi ferðamáta sem eru í boði í Feneyjum.
Fáðu leiðsögn
Sjáðu Feneyjar með augum listamanna með því að skoða staði sem voru listamönnum innblástur fyrir mikil listaverk, í gegnum Google Cultural Institute.
Feneyjar, Hertogahöllin
Feneyjar, Hertogahöllin
eftir Edward Lear (Ódagsett)
Til sýnis í Yale Center for British Art
Frekari upplýsingar eru í Google Cultural Institute
Skoðaðu í Street View
Skoðaðu í Street View
Útsýni yfir Canal Grande og Dogana
Útsýni yfir Canal Grande og Dogana
eftir Bernardo Bellotto (um 1743)
Til sýnis í Safni J. Paul Getty
Frekari upplýsingar eru í Google Cultural Institute
Skoðaðu í Street View
Skoðaðu í Street View
Feneyjar: Síðdegi á Canal Grande
Feneyjar: Síðdegi á Canal Grande
eftir Edward Darley Boit (1911)
Til sýnis í Museum of Fine Arts, Boston
Frekari upplýsingar eru í Google Cultural Institute
Skoðaðu í Street View
Skoðaðu í Street View
Processione á torgi San Marco
Processione á torgi San Marco
eftir Cesare Vecellio (1586–1601)
Til sýnis í Museo Correr
Frekari upplýsingar eru í Google Cultural Institute
Skoðaðu í Street View
Skoðaðu í Street View
Riva Schiavoni, Feneyjum
Riva Schiavoni, Feneyjum
eftir James Craig Annan (Október 1904)
Til sýnis í Safni J. Paul Getty
Frekari upplýsingar eru í Google Cultural Institute
Skoðaðu í Street View
Skoðaðu í Street View
Il Bacino San Marco, Feneyjum
Il Bacino San Marco, Feneyjum
eftir James Holland (Um 1860)
Til sýnis í Safni J. Paul Getty
Frekari upplýsingar eru í Google Cultural Institute
Skoðaðu í Street View
Skoðaðu í Street View
Ég vil
Ævintýri
Vopnabúr Feneyja
Er saga hernaðar á þínu áhugasviði? Kynntu þér vopnabúr Feneyja, miðstöð skipasmíðastöðva og vopnabúra sem í margar aldir var þungamiðja ítalska flotans.
Taverna Del Campiello Remer
Taverna Del Campiello Remer er ekki í alfaraleið og liggur við brún Canal Grande. Raulaðu með tónlistinni á milli þess sem þú snæðir gómsæta hráskinku og melónur.
Peggy Guggenheim-safnið
Hugnast þér eitthvað nýtískulegra? Kynntu þér ítalska fútúrista og bandaríska módernista í Peggy Guggenheim-safninu.
Ég vil
Sagnfræði
Caffé Florian
Tylltu þér í skrautlegum sölum Caffé Florian, eins elsta kaffihúss Evrópu, eða sötraðu cappucino fyrir utan og njóttu útsýnisins yfir Markúsartorg.
Gallerie dell’Accademia
Sæktu heim Gallerie dell’Accademia, þar sem eitt fyrsta scuole grande Feneyja fór fram. Nú hýsir það safn af feneyskum listmunum frá ýmsum tímabilum.
Rialto-brúin
Röltu yfir Rialto-brúna; elstu og hugsanlega táknrænustu brúna sem liggur yfir Canal Grande.
Ég vil
Rómantík
Ponte dei Sospiri(Brú andvarpanna)
Brú andvarpanna er einhver rómantískasti staður Feneyja og þangað ættir þú að leggja leið þína. Orðið á götunni er að lostafullur koss í gondóla undir brúnni sé ávísun á eilífa ást.
La Boutique del Gelato
Gelato er meira en bara ís og hann gerist vart betri en á La Boutique del Gelato. Fáðu þér einn í brauðformi og leyfðu krúsídúllunni þinni að njóta hans með þér.
Teatro La Fenice
Leyfðu ástinni að blómstra í Teatro La Fenice, einhverju frægasta og skrautlegasta leikhúsi heims.