Innblásnir af áhuga sínum á fjallamennsku lögðu fjórir starfsmenn Google í fjallgöngu að grunnbúðum Everestfjalls árið 2011. Áður en þeir lögðu af stað komust þeir að því að þeir gætu tekið myndir fyrir Google kort í leiðinni með þrífæti og stafrænni myndavél og gert myndirnar aðgengilegar öllum í Google kortum. Þeir tróðu því bakpoka sína fulla af myndavélum, þrífótum, gleiðlinsum, sólarrafhlöðum, hleðslutækjum og fartölvum og stigu upp í næstu vél til Nepals.
Gangan upp að grunnbúðum Everestfjalls var tólf daga ævintýraferð þar sem göngugarparnir tókust á við háfjallasýki og lentu í jarðskjálfta, aurskriðum, kafaldsbyl og skyndiflóðum í leið sinni á áfangastað, og til að ná myndefninu. Með ljósmyndabúnaði sem yfirleitt er notaður við myndatöku af innviðum fyrirtækja náðu þeir fjölda víðmynda í helstu fjallabúðunum og á öðrum markverðum stöðum á leiðinni, svo sem í búddaklaustri.
Þessir djörfu göngumenn lögðu að baki yfir 110 kílómetra (um 50 klukkustunda göngu) og náðu 5544 m hæð yfir sjávarmáli, sem er hærra en nokkur punktur í öllum Bandaríkjunum. Þökk sé þessu afreki þeirra, og leiðsögn leiðsögumanns þeirra, Bhuwan Karki hjá Adventure Treks Nepal, er þetta hrífandi myndefni nú aðgengilegt í götusýn.
Sjá meira