Taj Mahal, krúnudjásn indversks arkitektúrs, var byggt fyrir meira en 350 árum síðan af voldugum höfðingja til heiðurs eiginkonu sinni. Þessi minnisvarði er heimsþekktur fyrir formfegurð, snjóhvítan marmarann og ekki síst ástarsöguna á bak við hann. Það er óræð fegurð byggingarinnar sem hefur fangað hjörtu manna kynslóðum saman og gerir enn. Milljónir manna um heim allan fara á Google til að fræðast meira um Taj Mahal, jafnvel þótt þeir eigi ekki eftir að fá tækifæri til að heimsækja staðinn.
Nú getur allur heimurinn upplifað töfra Taj Mahal með götusýn. Þú getur farið í 360 gráðu ferðalag um Taj Mahal úr tölvunni þinni, spjaldtölvunni eða símanum, rétt eins og þú værir á staðnum. Virtu bygginguna fyrir þér þaðan sem hún nýtur sín hvað best eða uppgötvaðu sjaldséð sjónarhorn, skoðaðu einstakar útskornar skreytingar í návígi og víðáttumikið landslag. Taj Mahal er einn af mörgum stöðum á Indlandi sem göngugarpurinn fór um til að safna myndefni. Nú getur fólk alls staðar að úr heiminum farið í sýndarferðalag og heimsótt sögufræg minnismerki eins og Rauða virkið og grafhýsi Humayun. Upplifðu undur og fegurð þekktustu perla Indlands í Google kortum.
Sjá meira