Samburu
verndarsvæðið
í Kenía

Kannaðu heimkynni fíla ásamt samtökunum sem berjast fyrir björgun þeirra

Ferðastu um sléttur Kenía


Norðan við Keníafjall, við bakka árinnar Ewaso Nyiro, er Samburu verndarsvæðið. Samtökin Save the Elephants hafa rannsakað fílana á svæðinu í meira en 20 ár. Kynntu þér landslagið, fólkið og dýralífið í Samburu.

Skilningur á fílum og verndun þeirra


Auðkenndir fílar

1.450

Skráðar vettvangsathuganir

20.655

Klukkustundir af GPS-rakningu

845.000

Hittu fílafjölskyldurnar í Samburu


Fjölskyldugerðin er fílum afar mikilvæg, og fyrir heilbrigði fílshjarðar skiptir öllu máli að vernda hana. Save the Elephants hefur auðkennt og fylgst með meira en 70 fílafjölskyldum í Samburu. Verðu tíma með þeim.

Skilaboð frá
Iain Douglas-Hamilton


Ég uppgötvaði undraheim fyrir 50 árum þegar ég byrjaði að kynna mér fílana við Manyara-vatn í Tansaníu. Ég var þaðan í frá gagntekinn af þessum stórfenglegu skepnum og því magnaða umhverfi sem þær lifa í -- þykkum frumskógum, víðáttum gresjunnar, bugðóttum ám, stöðuvötnum, eldfjöllum og hraunelfi, frá kjarri til eyðimarka og himinhárra fjalla.

Samburu er eitt af þessum svæðum, og það dýrmætasta í mínum huga því þar á ég heima. Það gleður mig að deila mínum uppáhaldsstað á Street View, og leyfa fólki hvar sem er að kynna sér heimkynni fílanna með stafrænum hætti. Við vonum að þú öðlist betri skilning á fílum með því að upplifa þetta svæði á Google kortum og Google Earth, og að það hvetji þig til að grípa til aðgerða fyrir þeirra hönd.

Fílar, og mörg önnur villt dýr, þurfa okkar hjálp. Við verðum að leyfa fegurð náttúrunnar að blómstra með okkur. Við komum Samburu-fílunum á netið svo fólk geti „hitt“ þá, upplifað fegurð heimkynna þeirra og áttað sig á að grípa þarf til aðgerða þeim til verndar. Því betur sem við skiljum heim náttúrunnar og íbúa hennar, því meira getum við gert til að hjálpa þeim að komast af á jörðinni. Taktu þátt í að berjast fyrir vernd fílanna í Afríku.

—Iain Douglas-Hamilton, PhD, CBE
stofnandi, Save the Elephants
15.eptember, 2015

Verðu tíma með Save the Elephants


Frá eftirliti úr lofti til GPS-hálsóla eru STE ein fremstu fílarannsóknasamtök í heimi. Hittu hina iðnu vísindamenn og málsvara sem hafa helgað líf sitt því að tryggja fílum öruggari framtíð.

Frekari upplýsingar

Save the Elephants

Save the Elephants helgar sig því að tryggja framtíð fílanna, viðhalda kjörlendi þeirra, kynna greind þeirra og flókinn heim þeirra fyrir fólki, og skapa samband umburðarlyndis milli þessar tveggja tegunda.
savetheelephants.org

David Sheldrick Wildlife Trust

The David Sheldrick Wildlife Trust varð til vegna ástríðu einna fjölskyldu fyrir Kenía og villtri náttúru landsins og er í dag sú stofnun í heiminum sem hefur náð mestum árangri í björgun og endurhæfingu munaðarlausra fíla og fer fyrir öðrum samtökum sem berjast fyrir verndun dýra og heimkynna þeirra í Austur-Afríku. sheldrickwildlifetrust.org

Lewa Wildlife Conservancy

The Lewa Wildlife Conservancy hefur unnið til margra verðlauna og er öðrum fyrirmynd fyrir verndarstarf sitt, er á heimsminjaskrá UNESCO og á grænum lista International Union for the Conservation of Nature yfir vel heppnuð verndarsvæði. Lewa er hjarta dýraverndar, sjálfbærrar þróunar og ábyrgrar ferðamennsku í norðurhluta Kenía. lewa.org


Stjórnvöld í Samburu-sýslu

Samburu-svæðið hefur verið heimkynni manna alveg síðan þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið, og stjórnvöld á staðnum leggja kapp á að bæta velferð fólks og dýra og verja umhverfi þeirra. Með verkefnum sem beinast að efnahagslífinu, innviðamenntun og dýravernd eru stjórnvöld í Samburu staðráðin í að bæta aðgengi og öryggi á svæðinu. samburu.go.ke

Kenya Wildlife Service

KWS helgar sig því að bjarga merkum dýrategundum og stöðum á jörðinni, mannkyninu til heilla. Markmið þess er að vernda, stjórna og bæta dýralíf Kenía og kjörlendi þess með sjálfbærum hætti, svo komandi kynslóðir fái einnig notið þess.
kws.go.ke

Google Earth Outreach

Google Earth Outreach er sérhannað til þess að hjálpa samtökum sem starfa í almannaþágu að nýta sér mátt Google Earth og Maps til þess að sýna og kynna það mikilvæga starf sem þau vinna. Earth Outreach verkefni snúast um umhverfið, menningarlegt verndarstarf, störf í þágu mannúðar og fleira. google.com/earth/outreach