Píramídarnir í Giza

Sæktu heim síðasta uppistandandi undur hins forna heims

Ferðastu aftur í tímann


Fyrir nálega 5000 árum síðan reistu Egyptar píramída sem grafhýsi fyrir konunga sína utan við hina fornu Memfisborg. Þessir minnisvarðar standa enn þann dag í dag í borginni Giza. Auktu aðdráttinn til að kanna þá.

Báknið byggt:
Píramídinn mikli


ALDUR Í ÁRUM

4500

STEINAR NOTAÐIR

2.300.000

ÁR Í BYGGINGU

20

Ferðastu um píramídana miklu


Vertu þinn eigin leiðsögumaður á ferð þinni á milli merkustu staða greftrunarsvæðisins í Giza og skoðaðu betur eitt frægasta fornleifasvæði heims.

Forn arfleifð varðveitt


Píramídarnir í Giza voru hannaðir til að endast um alla eilífð. Hingað til hefur þeim tekist það; píramídarnir miklu eru eina eftirstandandi undur fornaldar.

Arkitektúr þessara mannvirkja er svo óvenjulegur að sagnfræðingar vita enn ekki nákvæmlega hvernig Forn-Egyptum tókst að reisa þau án verkfræðiþekkingar nútímans. Píramídarnir hafa staðið af sér náttúruöflin í 4500 ár og tróna enn líkt og manngerð fjöll sem bera vitni um hugvit þeirra sem þá reistu. Arfleifð Egyptalands til forna er varðveitt í þessum minnisvörðum.

Píramídarnir eru nú varðveittir á glænýjan hátt fyrir tilstilli Street View. Hvort sem þú ert heima, í vinnunni eða í skólanum geturðu einfaldlega dregið fingur eða bendil um skjáinn og nýtt þér nútímatækni til að kynna þér tækni fornaldar frá öllum sjónarhornum.

Þú getur einnig heimsótt aðra merkisstaði Egyptalands með Street View, þar á meðal greftrunarsvæðið í Saqqara, Qaitbay-virkið, borgarvirkið í Kaíró, kirkjuna hangandi og rústir Abu Mena.

Skoða víðmyndir af píramídunum


Markaðu spor í sandi tímans á ferðum þínum um píramídana í Giza sem nú eru í Street View.