NASA

Kennedy-geimferðamiðstöðin, Bandaríkjunum

Farðu á loft með NASA

Kennedy-geimferðamiðstöð NASA í návígi


Í fimmtíu ár hefur Kennedy-geimferðamiðstöð NASA í Flórída verið þungamiðja geimferðatækni og könnunar geimsins. Óteljandi áhugamenn (undirritaður þar á meðal) ólust upp með þá ósk heitasta að sjá geimskutlu í návígi og feta í fótspor geimfara. Í dag gerir samstarfsverkefni NASA og Street View fólki um allan heim kleift að gægjast inn um dyragættina sem liggur að geimnum og sjá Kennedy-miðstöðina breytast í fjölhæfa miðstöð fyrir næstu 50 ár geimvísinda. Þessi staður er stærsta sérsafn okkar af götusýnarmyndefni hingað til og inniheldur 6000 víðmyndir af aðstöðunni ásamt því að vera enn eitt skrefið í áttina að því að skrásetja merkustu staði heims.

Á meðal þess sem þú getur nú skoðað á einfaldan hátt á netinu eru myndir af skotpalli geimskutlunnar, byggingunni þar sem tækjasamsetning fer fram og geimskotssal 4. Horfðu niður frá toppi hins risastóra skotpalls, líttu til lofts í gímaldinu sem tækjasamsetningarbyggingin er (loftið er hærra en Frelsisstyttan) og skoðaðu eina af aðalvélum geimskutlunnar í návígi – sem er fær um að framleiða þrýstikraft upp á meira en 180.000 kg. Og jafnvel þótt þær muni ekki ferðast um geiminn framar eru tvær af sjálfum skutlunum aðgengilegar í návígi í Street View – Atlantis og Endeavour. Frá þessum sjónarhornum getur hver sem er upplifað æskudraum sinn um að gerast geimfari.

VIð viljum þakka NASA fyrir að gera þetta verkefni mögulegt og gefa okkur öllum færi á að feta í fótspor þeirra geimfara, vísindamanna, verkfræðinga og tæknimanna sem vörðuðu leiðina og gerðu geimferðadrauma okkar að veruleika.

Sjá meira
Skoða í Street View

Ferðastu um Kennedy-geimferðamiðstöð NASA með Google kortum

Skoðaðu Kennedy-geimferðamiðstöð NASA frá fleiri sjónarhornum

Skoða í Street View