Fujiyama, Japan

Farðu á sögufrægar slóðir

Fujiyama í návígi


Fujiyama, hæsta fjall Japans, er þekkt um allan heim, ekki aðeins fyrir náttúrufegurð og trúarlegt gildi heldur einnig fyrir ómæld áhrif þess á japanska menningu. Þetta eldfjall, sem nú er óvirkt, hefur í árhundruð verið innblástur ótal haiku-ljóða og trérista og um allan heim er keilulaga form þess eitt af þekktustu kennileitum Japans.

Starfsfólk Google korta lagði í ferð um hina þekktu Yoshida-gönguleið, alla leið upp á 3776 m tind Fujiyama. Myndirnar í Street View gera þér nú einnig kleift að upplifa gönguna í heild sinni upp að gígnum og svo fljótförnu krákustígana niður á við. Við vonum að þessar 14.000 víðmyndir sem við tókum gefi fjallgöngufólki hugmynd um hvers konar aðstæðum það má búast við – sér í lagi þeim sem ganga að næturlagi til að geta séð sólarupprásina í morgunsárið. Lesa meira

Skoða í Street View

Gakktu á Fujiyama með Google kortum

Skoðaðu Fujiyama frá fleiri sjónarhornum

Skoða í Street View