Miklagljúfur, Bandaríkjunum

Gönguferð um eitt af undrum heimsins

Miklagljúfur í návígi


Myndasafn Miklagljúfurs var frumraun okkar í notkun Street View göngugarpsins. Göngugarpurinn, nýjasta myndsöfnunarapparatið okkar, er bakpoki með myndavélakerfi sem gerir okkur kleift að komast á staði sem eingöngu eru færir fótgangandi. Með því að geta farið með Street View á afskekkta og torfæra staði á borð við Miklagljúfur hefur skapast gríðarstórt tækifæri til að gera fegurð og sögu slíkra staða aðgengilega heimsbyggðinni.

Hrjóstrugt landslag, hryggir og brattir slóðar Miklagljúfurs eru fullkomnar aðstæður til að sýna hvað í göngugarpinum býr. Ógerningur væri að ferðast um þrönga slóðana með hefðbundum bílum, þríhjólum eða Street View trillunum en aðstæðurnar henta göngugarpinum fullkomlega. Göngugarpurinn er fyrirferðarlítill, þægilegur og auðveldur í notkun og tekur sjálfkrafa myndir á ferðinni. Göngugarpinum er stjórnað með Android tæki og hann inniheldur 15 linsur efst á búnaðinum sem vísa í mismunandi áttir og taka myndir sem hægt er að skeyta saman í 360 gráða víðmyndir.

Tíu starfsmenn Google notuðu fimm göngugarpa yfir þrjá heila daga til að safna myndum af helstu slóðum við suðurbrún Miklagljúfurs. Tvö göngugarpateymi gengu niður eftir Bright Angel slóðinni, tjölduðu við Phantom Ranch og gengu síðan South Kaibab slóðina daginn eftir. Þrjú göngugarpateymi til viðbótar héldu kyrru fyrir efst við Miklagljúfur og söfnuðu myndefni við brúnina og meðfram suðurbrúnarslóðanum. Hópurinn lagði einnig land undir fót til að safna efni við Meteor Crater gíginn, rétt utan við þjóðgarð Miklagljúfurs.

Við erum áfjáð í að taka göngugarpinn með okkur á enn fleiri staði sem aðeins er hægt að komast fótgangandi til að gera Google kortin eins yfirgripsmikil og nákvæm og frekast er mögulegt. Við hlökkum til að deila söfnum með þér í framtíðinni sem sýna fleiri einstaka staði víðs vegar um heiminn – allt frá skógartroðningum til fornra kastala.

Sjá meira
Skoða í Street View

Útsýni frá Bright Angel slóðinni

Skoðaðu fleiri 360º víðmyndir í Útsýni

Ferðastu um Miklagljúfur með Google kortum

Skoðaðu Miklagljúfur frá fleiri sjónarhornum

Skoða í Street View