Gombe, Tansaníu

Sjáðu frumskóginn þar sem Jane Goodall stundaði simpansarannsóknir

Ferð til frumskóga
Afríku


Gombe-þjóðgarðurinn er heimkynni villts simpansastofns sem hefur verið skrásettur betur en nokkur annar í heiminum. Fyrir meira en hálfri öld hóf dr. Jane Goodall rannsóknarstarf sitt hér og arfleifð vísindalegra uppgötvana hennar lifir enn í dag. Skoðaðu þennan merka stað nánar.

Að skilja simpansana og vernda þá


Ár í rannsóknum

54

KLUKKUSTUNDIR VIÐ ATHUGANIR

200.000

Skráningar heilla æviferla

40

Dagur í lífi simpansa


Hvernig er að eiga heima í skóginum? Slástu í för með Gombe-simpönsum eins og Glitter og Gossamer og
lærðu um heimkynni þessara frænda okkar sem
deila 98% erfðaefnis síns með mönnum.

Skilaboð frá Jane Goodall


Þegar ég fór til Gombe var markmið mitt að rannsaka og fræðast um simpansana sem þar búa. Það sem ég hef lært í Gombe í gegnum tíðina hefur verið mér opinberun og auðgað líf mitt. Ég vona að ferðalag þitt um þetta vefsvæði og myndirnar í Street View verði þér jafn fræðandi og opinberandi.

Á árunum í Gombe og tímanum í kjölfarið lærði ég af eigin reynslu hve mikilvægt er fyrir okkur öll að skilja heiminn sem við búum í. Þegar við höfum öðlast sannan skilning getum við fyrst farið að láta okkur málin varða og það er fyrst þá sem við grípum til aðgerða. Það er þannig sem breytingar verða. Þannig gerum við breytingarnar sem þarf svo við getum lifað í sátt og jafnvægi á þessari plánetu okkar.

—Dr. Jane Goodall, PhD, DBE og friðarsendiherra SÞ
Stofnandi the Jane Goodall Institute
21. október 2014

Kannaðu Gombe
þjóðgarðinn


Kynntu þér nokkrar þeirra hundruða dýrategunda sem
búa í Gombe á leið þinni um fjöruslóða og
skógarstíga í Street View.

Frekari upplýsingar

Tanzania National Parks (TANAPA) hefur umsjón með 16 þjóðgörðum um allt landið. TANAPA verndar náttúrufegurð Tansaníu, allt frá skógum Gombe til Serengeti, og stuðlar að ábyrgri umgengni ferðamanna um þessar þjóðargersemar.
Jane Goodall stofnunin var sett á fót árið 1977 og heldur áfram frumkvöðlarannsóknum dr. Goodall á atferli simpansa og að breyta hugmyndum vísindamanna um tengslin milli manna og dýra. JGI er leiðandi á heimsvísu í verndun simpansa og heimkynna þeirra og er þekkt fyrir starf sitt á sviði náttúruverndar með áherslu og heimabyggð og þróunarverkefni í Afríku á borð við Roots & Shoots, sem er ungliðaverkefni á sviði náttúruverndar með samstarfshópa í yfir 120 löndum.
Google Earth Outreach er sérhannað til þess að hjálpa samtökum sem starfa í almannaþágu að nýta sér mátt Google Earth og Maps til þess að sýna og kynna það mikilvæga starf sem þau vinna. Verkefni Earth Outreach varða umhverfismál, menningarvarðveislu, mannúðarstörf og fleira.