Galapagoseyjar

Uppgötvaðu lifandi rannsóknarstofu Darwins

Kannaðu einangraðar eldfjallaeyjar

Athuganir Charles Darwin og safn hans af lífverum Galapagoseyja frá 1835 hafði áhrif á þróunarkenningu hans um náttúruval.

Vertu með í nútímalegum kortlagningarleiðangri

Í fyrsta skipti eru vísindamenn og rannsakendur að nýta sér myndefni Street View til að kynna sér láð og lög Galapagoseyja.

Uppgötvaðu dýr sem eingöngu finnast á Galapagoseyjum

Galapagoseyjar eru heimkynni hundruða lífvera sem hvergi annars staðar finnast á jörðinni.

Galapagossæljón

Zalophus wollebaeki

Galapagossæljón

Zalophus wollebaeki

Staða á rauðum lista IUCN: Í útrýmingarhættu

Byggt á rauðum lista IUCN yfir tegundir í útrýmingarhættu Frekari upplýsingar

Hávært gelt þeirra, gáskafullt eðli og þokkafull lipurð þeirra í vatni gera þau að sjálfskipaðri „móttökunefnd“ eyjanna. Galapagossæljón fyrirfinnast á hverri einustu eyju Galapagoseyjaklasans.

Bláfætt súla

Sula nebouxii

Bláfætt súla

Sula nebouxii

Staða á rauðum lista IUCN: Ekki í útrýmingarhættu

Byggt á rauðum lista IUCN yfir tegundir í útrýmingarhættu Frekari upplýsingar

Þær má auðveldlega þekkja á einkennandi skærbláum sundfitunum. Blái liturinn stafar af karótínefnum sem súlurnar fá úr fæðunni. Karlfuglarnir sýna fætur sína í flóknum pörunardansi þar sem þeir lyfta þeim til skiptis.

Risaskjaldbaka Galapagoseyja

Chelonoidis nigra

Risaskjaldbaka Galapagoseyja

Chelonoidis nigra

Staða á rauðum lista IUCN: Viðkvæm

Byggt á rauðum lista IUCN yfir tegundir í útrýmingarhættu Frekari upplýsingar

Stórvaxnasta skjaldbökutegund sem uppi er í dag með æviskeið sem spannar yfir 100 ár. Hún er með langlífustu hryggdýrum. Skjaldbakan rekur uppruna sinn til sjö af eyjum Galapagoseyjaklasans en stærð skeljarinnar og lögun getur verið mismunandi á milli stofna.

Galapagosgræneðlan

Conolophus subcristatus

Galapagosgræneðlan

Conolophus subcristatus

Staða á rauðum lista IUCN: Viðkvæm

Byggt á rauðum lista IUCN yfir tegundir í útrýmingarhættu Frekari upplýsingar

Hún finnst eingöngu á Galapagoseyjum og hefur þann eiginleika, ein núlifandi eðla, að lifa og afla sér fæðu í sjónum – hún er því sjávarskriðdýr. Græneðlan getur kafað á rúmlega 9 metra dýpi.

Stóri freigátufuglinn

Fregata magnificens

Stóri freigátufuglinn

Fregata magnificens

Staða á rauðum lista IUCN: Ekki í útrýmingarhættu

Byggt á rauðum lista IUCN yfir tegundir í útrýmingarhættu Frekari upplýsingar

Stóri freigátufuglinn er erfða- og formfræðilega frábrugðinn öllum öðrum freigátufuglum. Í nokkurhundruð þúsundir ára hefur hann ekki blandað genum sínum við samsvarandi fugla meginlandsins.

Close

Kannaðu málið með stórbrotnu 360º útsýni

Ítarlegt myndefni gefur vísinda- og áhugamönnum möguleikann á að fylgjast með úr návígi. Hvað kemur þú auga á?

Skoðaðu fleiri 360º víðmyndir í Útsýni

Galapagos-göngugarparnir