Síðan Eiffelturninn var reistur árið 1889 hafa yfir 250 milljónir manna sótt heim þetta fræga tákn Parísarborgar. Turninn var þrekvirki í byggingarlist á sínum tíma og var fyrsti minnisvarði heims sem reistur var með það að markmiði að ná hinni táknrænu hæð 1000 fetum. „Járnfrúin“ var hæsta mannvirki heims í meira en 40 ár (nú ber Burj Khalifa í Dúbaí þann titil). Eiffelturninn er mest heimsótti minnisvarði heims.
Til að ná myndefni af turninum fór starfsfólk Google korta í fótspor þeirra rúmra sjö milljóna gesta sem heimsækja turninn árlega og fór upp allar hæðir hans. Með Street View trillunni (sem er sérhönnuð fyrir minnisvarða og söfn) tókst að ná 360° myndum af burðarvirki hans og einstöku útsýni hans yfir París.
Sjá meira