Colorado-fljótið

Ferðastu um fljótið sem berst í bökkum

Það fljót Ameríku sem mest hætta steðjar að

  • Mynd eftir Paxson Woelber

    6 milljóna ára sköpunarsaga

    Í meira en 6 milljón ár hefur Colorado-fljótið markað sér farveg á jörðinni. Það spannar yfir 2300 kílómetra; á upptök sín í Klettafjöllum í Colorado og lýkur vegferð sinni í Kaliforníuflóa í Mexíkó. Colorado-fljótið er lífæð hinna þurrviðrasömu vesturríkja Bandaríkjanna. Það rennur um sjö ríki, tvö lönd og níu þjóðgarða og 36 milljónir manna, auk dýra í útrýmingarhættu, njóta góðs af því. Milljónir reiða sig á fljótið fyrir áveitu, vatn og rafmagn framleitt úr vatnsafli. Óhófleg vatnsnotkun og úreltir stjórnunarhættir hafa hins vegar stefnt Colorado-fljótinu í hættu.

  • Mynd eftir Peter McBride

    Fljót sem berst í bökkum

    Colorado-fljótið er eitt þeirra fljóta í heiminum sem hvað mest er stíflað, veitt í nýjan farveg eða beint annað með pípulögnum. Þegar Colorado-fljótið kemur að ósum sínum í Kaliforníuflóa í Mexíkó hefur verið gengið svo nærri því að það er orðið vatnslaust. Af þessum ástæðum útnefndi Amercian Rivers fljótið það fljót Ameríku sem mest hætta steðjar að árið 2013. Þótt loftslagsbreytingar og fólksfjölgun hafi sín áhrif á hnignun árinnar er stærsta ógnin úreltir vatnsstjórnunarhættir. Vatni árinnar er úthlutað um of. Ef fram heldur sem horfir nægir vatnið ekki öllum þeim og öllu því sem reiðir sig á það. Raunveruleg ógn steðjar að Colorado-fljótinu og afþreyingariðnaður, vatnsból og kjörlendi villtra dýra liggja að veði. Kíktu á American Rivers til að kynna þér málið betur.

  • Hjálpaðu fljótinu að flæða

    Google kort fengu American Rivers í lið með sér við að koma Colorado-fljótinu í Street View. Sökktu þér ofan í 360 gráða myndefni og láttu berast með straumnum frá Lake Powell niður að Lake Mead til að skoða þjóðgarð Miklagljúfurs í heild sinni frá fljótinu. Sigldu um 450 kílómetra af ísköldu vatni eða skelltu þér í gönguferð upp einn af slóðunum fimm sem teygja sig um rauða klettaveggina. Samstarf okkar varðveitir ásjónu fljótsins í Street View en skoðaðu American Rivers til að kynna þér hvernig hægt er að vernda og endurheimta fljótið sjálft til lengri tíma litið.

Kannaðu Colorado-fljótið

Sjáðu Colorado-fljótið frá fleiri sjónarhornum

Skoða í Street View