Líflína suðvestursins
Einbúasteinninn
Járnoxíð í berginu orsakar líflega rauða litinn sem hér sést. Kannaðu Miklagljúfur í Street View til að finna járnoxíð og nálega 40 önnur setbergslög.
Supai-jarðmyndunin
Í vesturhluta Miklagljúfurs má finna kalkstein sem gefur vísbendingar um volgan og grunnan sjó en austurhlutinn samanstóð líkast til af aurugum árósum.
Tapeats-sandsteinninn
Steingervingar og ummerki sjávardýra og annarra dýra hafa fundist í Tapeats-sandsteininum.
Nankoweap-forðabúrin
Anasazi-fólk til forna notaði þessi forðabúr til að geyma fræ til verndar gegn meindýrum og rotnun.
Steðji Vúlkans
Fyrir hundruðum þúsunda ára stíflaðist Coloroado-áin vegna straums basalthrauns minnst 13 sinnum og við það urðu til eldgosaleifar á borð við Steðja Vúlkans.
Sendin setlög
Nú fyllir Lake Mead ána frá botni og upp og hylur þannig eldri flúðir og skilur mikið magn af sendnum framburði eftir sig meðfram bökkunum.
Stórhyrnt sauðfé
Stórhyrnt sauðfé, sem dregur nafn sitt af stórum og bognum hornum karldýranna, sést stundum spóka sig á bökkum árinnar.
Róðu niður Colorado-fljótið
Skoðaðu fleiri 360º víðmyndir í ÚtsýniKannaðu Colorado-fljótið

Kynnstu göngugörpum Colorado-fljótsins

American Rivers
American Rivers verndar ár í náttúrunni, vinnur að endurheimt skaddaðra áa og varðveitir hreint vatn fyrir fólk og náttúru. Frá 1973 hefur stofnunin komið að verndun og endurheimt yfir 450.000 kílómetra af ám með baráttu sinni fyrir málstaðnum, verklegum framkvæmdum og árlegu verkefni sem snýst um að velja þau fljót sem eru í mestri hættu – America’s Most Endangered Rivers®. Gríptu til aðgerða á www.AmericanRivers.org/Colorado

Starfsfólk Google Earth Outreach
Google Earth Outreach er framkvæmdaáætlun á vegum Google sem snýst sérstaklega um að hjálpa góðgerða- og almannaheillasamtökum um allan heim að nýta sér kosti Google Earth og korta til að skýra og kynna mikilvægt starf sitt á sviðum á borð við umhverfismál, varðveislu menningarverðmæta, mannúðarstörf og fleira.