ᐃᖃᓗᐃᑦ

Iqaluit, Kanada

Kannaðu heimskautasvæði Kanada

Hvar í heiminum er Iqaluit?

ᓱᑯᑦᑎᐊᓃᒃᑲᓗᐊᕐᖓᑦ ᐃᖃᓗᐃᑦ?

Gakktu snævi þaktar slóðir á heimskautasvæði Kanada

ᐱᓱᕝᕕᒋᓗᒋᑦ ᐊᐳᑏᑦ ᐊᖅᑯᑎᖏᑦ ᐅᑭᐅᖅᑕᖅᑐᒥ ᑲᓇᑕᒥ

 
 

Farðu í skoðunarferð með hljóðleiðsögn

ᕿᒥᕐᕈᒍᓐᓇᖅᑕᐃᑦ ᓂᐱᓕᐅᕐᓯᒪᔪᒥᒃ ᑐᓴᕋᓐᓈᓯᓐᓈᕐᓗᑎᑦ

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  • Velkomin(n) til Iqaluit
  • Hundasleðaævintýri
  • Löng saga landkönnunar

Kynnstu sleðahundunum í Iqaluit

„Til er máltæki hér fyrir norðan sem hljóðar svo: Landslagið er frekar einsleitt, nema kannski hjá fremsta sleðahundinum“ – Chris Kalluk, göngugarpur í sjálfboðavinnu

ᑕᑯᔭᕆᐅᕐᓗᒋᑦ ᕿᒧᔅᓰᑦ ᐃᖃᓗᓐᓂ

Kortlagning norðurslóða Kanada

ᓇᓗᓇᐃᒃᑯᓯᕐᓗᒍ ᓄᓇᙳᐊᒥ ᐅᑭᐅᖅᑕᖅᑐᖅ ᑲᓇᑕᒥ

  • Ferðast um heimskautasvæði Kanada

    Er myndavélin á nýja göngugarpsbakpokanum kunnugleg? Þetta er sama tækni og notuð er í Street View bílnum. Göngugarpurinn getur náð myndum af stöðum sem aðeins eru færir fótgangandi, eins og snævi þöktum slóðum Iqaluit. Chris Kalluk, sem býr í Nunavut, bauð Google kortum alla leið á heimskautasvæði Kanada til að bæta kortlagningu svæðisins á vefnum. Starfsfólk Google Earth Outreach þjálfaði Chris upp í að nota myndsöfnunarbúnaðinn svo hann gæti einnig náð myndum í nálægum byggðarlögum.

  • Kortlagning með hjálp heimamanna

    Oftast er besta leiðin til að gera kort betri að nýta þekkingu staðkunnugra. Samtökin Nunavut Tunngavik Inc. sem vinna að bættum réttindum inúíta og stjórnvöld Iqaluit stóðu fyrir verkefni á MapUp á svæðinu þar sem sjálfboðaliðar nýttu Google kortagerð til að setja inn uppfærslur á kortið af Iqaluit. Framhaldsskólanemar jafnt sem eldri borgarar settu vegi, hús, ár og stöðuvötn inn á Google kortin. Nú geta þeir sem ferðast til Iqaluit fundið öll helstu kennileitin á kortinu, svo sem þinghús Nunavut og útibú Hudson's Bay Company.

  • Fundað með öldungum

    Samvinna stjórnvalda Nunavut og borgarráðs Iqaluit gerði kortlagningarfólkinu kleift að deila afrakstri sínum með öldungum Iqaluit-samfélagsins. Undir borðhaldi þar sem á boðstólum var selur, hreindýr og bleikja kynnti teymið áætlaðar endurbætur sínar á kortinu og skýrði um leið út tæknina að baki göngugörpunum. Öldungarnir deildu á móti sögum af hinum ýmsu leiðum sem veiðimenn inúíta hafa í gegnum tíðina nýtt sér til að ná áttum á landi án þess að styðjast við kort.

Gönguferðir Google korta: Iqaluit

ᒎᒍᓪ ᓄᓇᙳᐊᓕᕆᔩᑦ ᐱᓱᕋᔭᑉᐳᑦ: ᐃᖃᓗᓐᓂ